Selfoss sigraði á Ragnarsmótinu

Í kvöld lauk Ragnarsmóti kvenna í handbolta á Selfossi, kvennamótið var nú haldið í annað sinn. Sigurvegarar mótsins voru heimastúlkur Selfoss en þær höfðu betur gegn liði Vals í síðasta leik.

Selfoss vann Val örugglega, 33-26. Staðan í hálfleik var 16-14. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 11 mörk og Adina Ghidoarca skoraði 9. Hjá Val var Diana Šatkauskaitė markahæst með 5 mörk.

Í hinum leik kvöldsins sigruðu Haukar Fylki 22-21. Staðan var 10-9 í hálfleik, Haukum í vil. Thea Sturludóttir var markahæst í liði Fylkis með 7 mörk en Maria Pereira og Jóna Sigríður Halldórsdóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Hauka.

Selfoss fékk bikar í mótslok auk þess sem veitt voru einstaklingsverðlaun. Þar voru systurnar Hulda Dís og Hrafnhildur Hanna Þrastardætur verðlaunaðar. Hulda Dís var besti varnarmaðurinn og Hanna besti leikmaður mótsins.

Lokastaða móts:
1. Selfoss 5 stig
2. Valur 4 stig
3. Haukar 3 stig
4. Fylkir 0 stig

Einstaklingsverðlaun:
Markahæsti leikmaður: Christine Rishaug Fylki 27 mörk
Besti markmaður: Ástrós Bender Val
Besti varnarmaður: Hulda Dís Þrastardóttir Selfoss
Besti sóknarmaður: Maria Pereira Haukum
Besti leikmaður: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Selfoss

Fyrri greinFjöldi slysa á ferðamannastöðum
Næsta greinMikilvægt stig hjá KFR