Kvennalið Selfoss tók á móti HK í 1. deildinni í handbolta í kvöld. Það var sannkölluð markaveisla í Set-höllinni þar sem heimakonur unnu risasigur.
Leikurinn fór hægt af stað, Selfoss skoraði aðeins þrjú mörk á fyrstu átta mínútunum en eftir það komust þær heldur betur í gang og röðuðu inn mörkunum. Staðan í hálfleik var 22-7.
Snemma í seinni hálfleik var munurinn orðinn 20 mörk, 30-10 og Selfyssingar slógu ekkert af eftir það og sigruðu að lokum 44-18.
Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 8, Harpa Valey Gylfadóttir 6, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Adela Jóhannsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir 2 og þær Inga Dís Axelsdóttir, Eva Lind Tyrfingsdóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark.
Markverðir Selfoss áttu frábæran leik og voru samtals með 58% markvörslu. Cornelia Hermansson varði 14 skot og Ágústa Jóhannsdóttir 11.
Selfoss er í toppsæti deldarinnar með 26 stig þegar fimm umferðir, sex stigum á undan Gróttu sem er í 2. sæti. HK er í 6. sæti með 12 stig.