Selfoss vann góðan sigur á Gróttu á fyrsta degi Ragnarsmóts kvenna í handbolta sem hófst í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld.
Lokatölur urðu 28-21 en staðan var 14-14 í leikhléi. Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk og Carmen Palamariu skoraði 5.
Í hinum leik kvöldsins mættust Fylkir og ÍR og þar höfðu ÍR-ingar betur, 26-22. Staðan í hálfleik var 12-10.
Á morgun mætast Selfoss og ÍR kl. 18:30 og strax að þeim leik loknum, eða kl. 20:15 mætast Grótta og Fylkir.