Selfoss steinlá í bikarnum

Haukur Þrastarson skoraði 11 mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar eru úr leik í bikarkeppni karla í handbolta eftir stórt tap gegn Stjörnunnni á útivelli í 8-liða úrslitum í kvöld, 34-21.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar en þá náði Stjarnan fjögurra marka forskoti sem jókst síðan smátt og smátt í átta marka forskot og Selfoss hafði engin svör. Staðan var 16-8 í hálfleik.

Ekki batnaði staðan í upphafi síðari hálfleiks þar sem Stjarnan skoraði þrjú fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 19-8. Eftirleikurinn var erfiður fyrir Selfyssinga sem náðu sér alls ekki á strik, hvorki í vörn, sókn eða markvörslu.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 4/1 mörk, Daníel Karl Gunnarsson, Magnús Öder Einarsson og Alexander Már Egan skoruðu allir 3 mörk, Guðni Ingvarsson og Atli Ævar Ingólfsson 2 og þeir Hergeir Grímsson, Einar Sverrisson, Guðjón Baldur Ómarsson og Hannes Höskuldsson skoruðu allir 1 mark.

Alexander Hrafnkelsson varði 6 skot í marki Selfoss og var með 26% markvörslu og Einar Baldvin Baldvinsson varði 3 skot og var með 16% markvörslu.

Fyrri greinSelfoss fær öfluga unglingalandsliðskonu
Næsta greinÉg þekkti þessar kýr ekki neitt . . .