Selfoss tapaði fyrir botnliðinu

Selfosskonur fóru illa að ráði sínu þegar þær töpuðu fyrir botnliði Aftureldingar þegar keppni í N1-deild kvenna í handbolta hófst í kvöld. Lokatölur voru 25-24.

Selfoss vann öruggan sigur í fyrri leik liðanna en með sigrinum í kvöld vann Afturelding sinn fyrsta sigur í deildinni. Staðan í hálfleik var 13-12.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 10 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir skoraði 4, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Þuríður Guðjónsdóttir, Carmen Palamariu og Kara Rún Árnadóttir skoruðu allar 2 mörk og Hildur Einarsdóttir 1.

Fyrri greinNýjar áherslur á gamalgrónum veitingastað
Næsta greinHross hljóp fyrir bíl í Kömbunum