Selfoss tapaði fyrir Gróttu

Kvennalið Selfoss beið lægri hlut, 22-32, þegar Grótta kom í heimsókn í dag í N1-deildinni í handbolta.

Fyrri hálfleikur var jafn en Grótta var allan tíma skrefinu á undan þar sem þær nýttu sínar sóknir mun betur en Selfyssingar. Grótta var komin með sex marka forskot þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, 10-16, og staðan í hálfleik var 13-19.

Síðari hálfleikur spilaðist svipað, Grótta hafði undirtökin og Selfoss náði ekki að saxa á forskotið eftir hlé.

Thelma Sif Kristjánsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir voru markahæstar Selfyssinga með 6 mörk. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu báðar 4 mörk og Hildur Öder Einarsdóttir 2. Carmen Palamariu lék ekki með Selfyssingum í dag sökum hnémeiðsla.

Fyrri greinÞúsundasti gesturinn á Þrek og tár
Næsta greinSíðasti sýningardagur og listamannaspjall