Selfoss tapaði í Mýrinni

Selfoss tapaði fyrir Stjörnunni, 29-23, í fyrstu umferð 1. deildar karla í handbolta í Mýrinni í gærkvöldi.

Stjarnan var sterkari í fyrri hálfleik og leiddi í leikhléi, 16-12. Selfoss náði að minnka muninn í 19-16 á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks en Stjörnumenn tóku svo við sér og náðu mest sjö marka forskoti, 27-20, en lokatölur voru 29-23.

Atli Kristinsson og Gunnar Ingi Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Selfoss, Andri Már Sveinsson, Guðni Ingvarsson og Eyþór Lárusson skoruðu allir þrjú mörk, Hörður Bjarnarson og Matthías Örn Halldórsson skoruðu tvö mörk og þeir Trausti Eiríksson og Andri Hallsson skoruðu sitt markið hvor.

Helgi Hlynsson var með 41% markvörslu, varði 12 skot og fékk á sig 19/2 mörk. Sverrir Andrésson varði 4/1 skot og fékk á sig 12/1 mark.

Fyrri greinTónahátíð í Flóahreppi
Næsta greinÁgreiningsefni vegna afleiðinga eldgosanna enn til staðar