Selfoss tapaði á Hornafirði

Terrence Motley skoraði 23 stig fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði fyrstu viðureigninni gegn Sindra í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta en liðin mættust á Hornafirði í kvöld.

Selfoss byrjaði betur í leiknum og leiddi eftir 1. leikhluta með fimm stigum, 19-24, en staðan var 42-44 í hálfleik.

Heimamenn reyndust svo sterkari í seinni hálfleik og gekk Selfyssingum illa að finna leiðina upp að körfunni. Selfoss skoraði aðeins 25 stig í seinni hálfleik og Sindri sigraði -, 77-69.

Terrence Motley var stigahæstur Selfyssinga með 19 stig og Kristijan Vladovic kom næstur honum með 13.

Næsti leikur Selfoss og Sindra verður á Selfossi á þriðjudaginn en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í úrslitakeppninni. 

Á morgun mætast Hamar og Hrunamenn í 1. umferð úrslitakeppninnar í Hveragerði.

Tölfræði Selfoss: Terrence Motley 19/6 fráköst, Kristijan Vladovic 13/6 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 12, Gunnar Steinþórsson 8, Kennedy Aigbogun 7/8 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 6/9 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4.

Fyrri greinÞór skellti Þór óvænt
Næsta greinSelfossliðin töpuðu bæði