Selfoss tapaði á Ólafsfirði

Ingvi Rafn Óskarsson skoraði í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar urðu af mikilvægum stigum í baráttunni í 2. deild karla í knattspyrnu þegar þeir töpuðu fyrir KF á Ólafsfirði í dag.

KF komst yfir á 7. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. Hrvoje Tokic fór meiddur af velli á 41. mínútu og í hans stað kom Ingvi Rafn Óskarsson. Ingvi Rafn gerði vel á 65. mínútu þegar hann jafnaði metin fyrir Selfoss. Skömmu síðar skallaði Þorsteinn Aron Antonsson boltann í netið en markið var dæmt af af óljósum ástæðum. 

Allt stefndi í jafntefli, þar til á fjórðu mínútu uppbótartímans að KF skoraði sigurmark leiksins.

Selfyssingar eru í 5. sæti deildarinnar með 13 stig og eiga næst leik á heimavelli gegn ÍR þann 4. ágúst.

Fyrri greinÁsgrímur tryggði Ægi sigurinn
Næsta greinAusturvegur lokaður vegna malbikunarframkvæmda