Selfyssingar eru komnir í botnsæti 1. deildar karla í körfubolta eftir 97-111 tap gegn KFG í uppgjöri tveggja neðstu liðanna.
Leikurinn var mjög sveiflukenndur í fyrri hálfleik, KFG byrjaði betur og leiddi 18-31 eftir 1. leikhluta. Selfoss kom til baka í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 50-52.
Þriðji leikhluti var í járnum en í þeim fjórða létu gestirnir úr Garðabæ til sín taka. Í stöðunni 76-75 skoraði KFG 22 stig í röð og breytti stöðunni í 76-97 þegar fimm mínútur voru eftir. Selfoss náði að minnka muninn í 13 stig á lokamínútunum en nær komust þeir ekki og KFG fagnaði öruggum sigri.
Follie Bogan var stigahæstur Selfyssinga með 24 stig en Vojtéch Novák var framlagshæstur með 19 stig og 6 fráköst.
Eftir níu umferðir er Selfoss á botninum með 4 stig en KFG er í 9. sæti með 6 stig.
Selfoss-KFG 97-111 (18-31, 32-21, 26-23, 21-36)
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 24/5 fráköst, Vojtéch Novák 19/6 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 14/5 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 14/4 fráköst, Birkir Máni Sigurðarson 9, Ari Hrannar Bjarmason 6/4 fráköst, Tristan Máni Morthens 6/4 fráköst, Gísli Steinn Hjaltason 3, Svavar Ingi Stefánsson 2, Fróði Larsen Bentsson 2 stoðsendingar/1 frákast, Arnór Bjarki Eyþórsson 2 stoðsendingar/1 frákast, Unnar Örn Magnússon 1 stoðsending/1 stolinn.