Selfoss og Afturelding mættust í opnunarleik Ragnarsmóts karla í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld. Fyrsti leikur Selfoss í einu elsta og virtasta æfingamóti landsins var einnig sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara, Þóris Ólafssonar.
Afturelding var skrefinu á undan lengst af en Selfoss náði að jafna fyrir leikhlé, 15-15. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst yfir en gestirnir tóku svo aftur til sinna ráða, kláruðu leikinn af krafti og sigruðu að lokum 32-34.
Ísak Gústafsson var markahæstur Selfyssinga með 13 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson skoraði 7, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Richard Sæþór Sigurðsson 2 og þeir Atli Ævar Ingólfsson, Karolis Stropus, Einar Sverrisson, Haukur Páll Hallgrímsson og Alexander Hrafnkelsson skoruðu allir 1 mark.
Alexander varði einnig 8/1 skot og Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 4 stig.
Ragnarsmótið heldur áfram á morgun en kl. 17:45 mætast Fram og ÍBV í Set-höllinni.