Kvennalið Selfoss tryggði sér í kvöld sigur í riðli-1 í C-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu með 4-0 sigri á ÍH á Selfossvelli.
Björgey Njála Andreudóttir kom Selfyssingum yfir á 20. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forskot Selfoss um miðjan seinni hálfleikinn og á 78. mínútu kom Guðmunda Brynja Óladóttir Selfossliðinu í 3-0. Olga Lind Gestsdóttir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða á 84. mínútu en það kom ekki að sök því Björgey innsiglaði 4-0 sigur Selfoss á sjöttu mínútu uppbótartímans.
Selfoss endaði með 15 stig í toppsæti riðilsins með ÍH er í 2. sæti með 12 stig. Í undanúrslitum C-deildarinnar mun Selfoss mæta Dalvík/Reyni og ÍH leikur gegn Völsungi. Leikirnir fara fram næstkomandi laugardag.