Kvennalið Selfoss hélt áfram að undirstrika yfirburði sína í 1. deildinni í handbolta í kvöld. Liðið tók á móti Berserkjum í síðasta heimaleik vetrarins og vann 33 marka sigur.
Leikurinn fór rólega af stað en í stöðunni 4-1 stungu Selfyssingar af og leiddu 22-5 í hálfleik. Yfirburðirnir héldu áfram í seinni hálfleik, staðan var orðin 35-9 snemma í seinni hálfleik og að lokum unnu heimakonur risasigur, 48-15.
Perla Ruth Albertsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir voru markahæstar Selfyssinga með 7 mörk, Hulda Hrönn Bragadóttir skoraði 6, Adela Jóhannsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir, Rakel Guðjónsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2 og Inga Sól Björnsdóttir 1.
Áslaug Ýr Bragadóttir varði 10 skot í marki Selfoss og Ágústa Jóhannsdóttir 7.