Selfyssingar eru komnir upp í 2. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á Völsungi á útivelli í dag.
Völsungur situr á botninum og því um skyldusigur að ræða fyrir Selfyssinga. Þeir þurftu þó talsvert að hafa fyrir hlutunum og þrátt fyrir að hafa sótt mikið tókst þeim aðeins að skora eitt mark.
Fyrri hálfleikur var markalaus en um miðjan síðari hálfleikinn tókst Kenan Turudija að brjóta ísinn með frábæru marki.
Selfoss hefur 25 stig í 2. dæti deildarinnar og er tveimur stigum á eftir toppliði Kórdrengja. Það er hins vegar stutt í næstu lið og Haukar sem sitja í 3. sæti með 24 stig eru einmitt næsta verkefni Selfyssinga, á heimavelli næstkomandi miðvikudagskvöld.