Selfyssingar tryggðu sér í dag efsta sætið í 2. deild karla í knattspyrnu og munu leika í Lengjudeildinni að ári.
Það var rok og rigning á Selfossi í dag en þeir vínrauðu létu það ekki á sig fá. Gonzalo Zamorano kom þeim yfir á 33. mínútu og tvöfaldaði svo forskotið með glæsilegu aukaspyrnumarki á 37. mínútu. Í millitíðinni fékk leikmaður Hugins/Hattar að líta rauða spjaldið svo eftirleikurinn var nokkuð þægilegur fyrir Selfoss.
Seinni hálfleikurinn var nánast einstefna. Zamorano innsiglaði þrennuna áður en Brynjar Bergsson lagði upp sjálfsmark og Sesar Örn Harðarson tryggði Selfyssingum svo 5-0 sigur.
Tvær umferðir eru eftir af deildinni og lið Selfoss er ósnertanlegt á toppnum með 47 stig.