Karlalið Selfoss er úr leik í bikarkeppninni í handbolta eftir 29-24 tap gegn Fjölni á útivelli í kvöld.
Selfyssingar byrjuðu frábærlega í leiknum og leiddu 1-7 eftir tíu mínútna leik. Þá vöknuðu Fjölnismenn og minnkuðu muninn smátt og smátt. Þeir skoruðu svo síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu í leikhléi, 14-13.
Fjölnir náði góðu forskoti í upphafi síðari hálfleik og hafði undirtökin eftir það. Staðan var 22-16 þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en lítið gekk upp í sókninni hjá Selfyssingum á þessum kafla. Þar var markvörður heimamanna líka í lykilhlutverki og átti stórleik.
Selfoss minnkaði muninn í tvö mörk þegar fjórar mínútur voru eftir, 25-23, en Fjölnismenn reyndust sterkari á lokakaflanum.
Andri Már Sveinsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk og Elvar Örn Jónsson skoraði 7.