Kvennalið Selfoss er úr leik í Coca Cola-bikarnum í handbolta eftir tap gegn Haukum á útivelli í kvöld. Lokatölur urðu 26-22 í spennuleik.
Selfoss var skrefinu á undan í fyrri hálfleik og náði mest þriggja marka forskoti, 7-10. Haukar náðu hins vegar að komast yfir fyrir leikhlé og staðan var 14-12 í hálfleik.
Haukar leiddu mest allan seinni hálfleikinn en þegar fjórar mínútur voru eftir jafnaði Selfoss 22-22. Selfyssingar skoruðu hins vegar ekki meira í leiknum og Haukar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Carmen Palamariu skoruðu báðar 4 mörk, Elena Birgisdóttir 3, Perla Albersdóttir 2 og Tinna Soffía Traustadóttir 1.