Fyrstudeildarlið Selfoss heimsótti úrvalsdeildarlið Njarðvíkur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í dag. Njarðvík vann öruggan sigur, 121-87.
Það varð snemma ljóst að munurinn á liðunum var mikill en Njarðvík leiddi 41-22 eftir 1. leikhluta. Forskot heimamanna var svipað í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 64-46.
Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn í 3. leikhluta, þar sem Selfoss skoraði aðeins 11 stig og staðan var 100-57 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Selfoss náði að saxa á forskotið undir lokin en munurinn var 34 stig þegar upp var staðið.
Skarphéðinn Árni Þorbergsson og Follie Bogan voru stigahæstir Selfyssinga með 17 stig og Ari Hrannar Bjarmason skoraði 15.
Njarðvík-Selfoss 121-87 (41-22, 23-24, 36-11, 21-30)
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 17/4 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 17/5 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 15, Vojtéch Novák 14/4 fráköst/5 stolnir, Tristan Máni Morthens 9, Arnór Bjarki Eyþórsson 4/4 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 3, Birkir Máni Sigurðarson 3, Ísak Júlíus Perdue 3, Gísli Steinn Hjaltason 2.