Selfoss er úr leik í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir 4-0 tap gegn Haukum í 1. umferðinni á Ásvöllum í dag.
Haukar komust yfir strax á 4. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleiknum varð útlitið fljótlega dökkt hjá Selfyssingum því Haukar skoruðu þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútunum og staðan orðin 4-0, sem urðu lokatölur leiksins.