Selfoss vann brons á Norden Cup

Lið Selfoss (efri röð f.v.) Sara Rún Auðunsdóttir, Hildur Eva Bragadóttir, Rakel Ingibjörg Ívarsdóttir, Bára Ingibjörg Leifsdóttir, Þórey Mjöll Guðmundsdóttir og Guðmundur Garðar Sigfússon þjálfari. (Fremri röð f.v.) Eva Sól Axelsdóttir, Bergþóra Hauksdóttir, Ásta Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Ísold Axelsdóttir. Ljósmynd/Bragi Bjarnason

Lið Selfoss varð í 3. sæti í flokki stúlkna 2011 á handknattleiksmótinu Norden Cup, sem lauk í Gautaborg í Svíþjóð í morgun.

Selfoss sigraði Elverum frá Noregi örugglega í bronsleiknum, 22-13. Selfossstúlkurnar höfðu farið taplausar í gegnum riðlakeppni mótsins en töpuðu í undanúrslitum gegn norska liðinu Bryne. Þær létu sitt eina tap á mótinu ekki á sig fá heldur mættu af fullum krafti í bronsleikinn og unnu sannfærandi sigur.

Selfoss sendi tvö önnur lið til leiks á Norden Cup en drengir 2011 urðu í 5. sæti í sínum aldursflokki og drengir 2010 í 6. sæti í sínum aldursflokki. Öll Selfossliðin fóru ósigruð í gegnum riðlakeppnina og náðu inn í 8-liða úrslitin sem er frábær árangur á þessu sterka móti.

Fyrri greinGul viðvörun í kvöld og nótt
Næsta greinForréttindi að fá að vinna með konunni sinni