Selfoss vann Fjölni – Sjáðu glæsimark Kristins

Kristinn Sölvi skoraði í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss lagði Pepsi-deildarlið Fjölnis 2-4 í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Egilshöllinni í gær. Selfoss komst yfir eftir rúmar 20 sekúndur með glæsilegu marki Kristins Sölva Sigurgeirssonar.

Fjölnismenn jöfnuðu á 29. mínútu þegar Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skoraði sjálfsmark, en Ingi Rafn Ingibergsson bætti fyrir það með glæsilegu marki eftir skyndisókn á 37. mínútu. Staðan var 1-2 í hálfleik.

Ingi Rafn kom Selfyssingum síðan í 1-3 á 51. mínútu en fimm mínútum síðar minnkuðu Fjölnismenn muninn úr vítaspyrnu. Þorsteinn Daníel bætti svo fyrir sjálfsmarkið með því að skora fjórða mark Selfoss og innsigla sigurinn á 89. mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Selfoss í riðlinum en liðið hefur 4 stig í 4. sæti og mætir næst Fylki í Egilshöllinni, næstkomandi laugardag.

Mörkin úr leiknum má sjá á myndbandi Jóns Karls Jónssonar hér að neðan.

Fyrri greinBaráttusigur Selfyssinga
Næsta greinStig til Stokkseyrar og Hamars