Unglingamót HSK í frjálsum íþróttum var haldið á Selfossvelli fyrr í vikunni. Keppendur frá fjórum aðildarfélögum HSK sendu keppendur til leiks og þá tóku nokkrir keppendur þátt í mótinu sem gestir.
Engin HSK met voru bætt að þessu sinni, en 23 persónuleg met voru sett á mótinu, samkvæmt mótaforriti FRÍ.
Sigursælustu keppendur mótsins voru Hjálmar Vilhelm Rúnarsson Selfossi sem varð áttfaldur HSK meistari í 16-17 ára flokki pilta og þrír keppendur í stúlknaflokkum voru með sex titla hver; þær Helga Fjóla Erlendsdóttir Garpi í 15 ára flokki, Hugrún Birna Hjaltadóttir Selfossi í flokki 16 – 17 ára og Hanna Dóra Höskuldsdóttir Selfossi í 18 – 19 ára flokki.
Selfoss hafði mikla yfirburði í stigakeppni félaga og vann örugglega með 359 stig, Garpur varð í öðru með 48 stig, Þjótandi í þriðja með 31 stig og Dímon hlaut 13 stig.