Aldursflokkamót HSK 11- 14 ára í frjálsum íþróttum og Unglingamót HSK í flokkum 15-22 ára voru haldin í Selfosshöllinni laugardaginn 25. janúar sl.
Alls voru 58 keppendur frá fimm félögum skráðir á aldursflokkamótið. Engin HSK met voru sett eða bætt á mótinu að þessu sinni, en persónulegar bætingar keppenda á mótinu voru 98 talsins.
Keppendur Selfoss unnu 17 HSK meistaratitla á aldursflokkamótinu, Dímon vann 14 titla og Þjótandi sjö titla. Selfoss vann stigakeppni félaga með 288 stig, Dímon varð í öðru sæti með 202,5 stig og Þjótandi í þriðja með 145 stig. Garpur var svo með 51,5 stig og Hekla 36 stig.
Unglingamótið
Keppendur á unglingamótinu voru 23 frá sex félögum. Tíu keppendur bættu sinn persónulega árangur í samtals 15 greinum á mótinu. Keppendur Selfoss unnu samtals 17 HSK meistaratitla, Dímon vann sex titla, Garpur fjóra og Hrunamenn og Hekla einn titil hvort félag.
Yfirburðir Selfyssinga voru miklir í stigakeppni mótsins, liðið hlaut samtals 210 stig, Dímon varð í öðru með 60 stig og Garpur varð í því þriðja með 28 stig. Hrunamenn voru svo með 13 stig, Hekla sex stig og Þjótandi fjögur.
Úrslit frá mótunum má sjá á www.fri.is.