Selfoss vann stigakeppnina örugglega

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 31. maí sl. og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks.

Selfoss vann stigakeppni félaga með 111 stig, Hamar varð í öðru með 59 stig og Dímon í þriðja með 24 stig.

Stigahæsti sundmaðurinn var Kári Valgeirsson Umf. Selfossi með 18 stig. Sigahæstu sundkonurnar voru þrjár, allar með 17 stig en það eru þær Selma Ína Magnúsdóttir, Sara Ægisdóttir og Elísabet Helga Halldórsdóttir allar úr Umf. Selfoss.

Besta afrek mótsins vann Kári Valgeirsson en hann hlaut 459 FINA stig fyrir 50 metra skriðsund sem hann synti á tímanum 30,75 sek.

Heildarúrslit eru á www.hsk.is.

Fyrri greinHestakona slasaðist við Þríhyrning
Næsta greinKennslutæki FSu gömul og úrelt