Kvennalið Selfoss tapaði 27-24 í dag þegar liðið mætti ÍBV á útivelli í Suðurlandsslag í Olís-deild kvenna í handbolta.
Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og fundu auðveldar leiðir framhjá vörn Selfoss. Staðan var 17-9 í hálfleik en Selfyssingar tóku sig á í síðari hálfleik og náðu að vinna niður forskot Eyjaliðsins. Í lokin skildu þrjú mörk liðin að þannig að eftir leiki dagsins eru Selfyssingar í 8. sæti deildarinnar með 5 stig.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var langmarkahæst Selfyssingar með 10 mörk og Elena Birgisdóttir skoraði 4.