Selfosskonur töpuðu í lokaumferðinni

Selfoss lauk keppni í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær þegar liðið mætti Val að Hlíðarenda. Lokatölur voru 4-0.

Valskonur komust yfir á 11. mínútu og bættu svo öðru marki við á 35. mínútu en staðan var 2-0 í hálfleik. Síðari tvö mörk Vals gerðu síðan endanlega út um leikinn en þau voru skoruð á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks.

Selfoss lýkur keppni í 6. sæti deildarinnar með 21 stig sem verður að teljast mjög svo viðunandi árangur. Liðið sýndi miklar framfarir frá því í fyrrasumar og lagði mikið inn í reynslubankann títtnefnda. Selfoss gaf þó aðeins eftir undir lokin og fékk aðeins eitt stig í síðustu sex umferðunum.

Fyrri greinÆgir og Hamar töpuðu – Stórsigur hjá KFR
Næsta greinÖkumenn í vandræðum á hálendinu