Selfossliðið vann stigakeppnina örugglega

Aldursflokkamót HSK í frjálsíþróttum fyrir keppendur 11 til 14 ára var haldið í Þorlákshöfn sl. sunnudag, samhliða héraðsleikunum. 79 keppendur frá 10 félögum voru skráðir.

Eitt HSK met var sett á mótinu, en Hákon Birkir Grétarsson, Selfossi, bætti HSK metið í 60 metra grindahlaupi. Hann hljóp á 9,64 sek og bætti met Styrmis Dan Steinunnarsonar. Gamla metið var 10,01 sek.

Keppt var um gull, silfur og brons í öllum greinum og þá var keppt um bikar fyrir stigahæsta félagið. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í stigakeppninni og unnu örugglega með 430 stig. Þór varð í öðru með 135 stig og Hrunamenn í því þriðja með 111 stig.

Heildarúrslit eru á www.fri.is, en hér að neðan má sjá úrslitin í stigakeppni félaga.

Myndir frá mótinu eru á www.hsk.is.

Stig félaga:

1. Selfoss 430 stig
2. Þór 135 stig
3. Hrunamenn 111 stig
4. Dímon 83,5 stig
5. Hekla 54 stig
6. Laugdælir 50 stig
7. Garpur 31 stig
8. Bisk. 29 stig
9. Gnúpverjar 25 stig
10. Þjótandi 10 stig

Fyrri greinÆgir gerði góða ferð norður
Næsta greinKvennaskólatorg í Hveragerði