Selfossliðin töpuðu bæði

Rakel Guðjónsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennlið Selfoss og kvennalið Selfoss töpuðu bæði leikjum sínum í Grill-66 deildunum í handbolta í kvöld.

Selfoss-U lék gegn Herði á Ísafirði í Grill-66 deild karla. Fyrri hálfleikur var jafn og staðan var 18-17 að honum loknum. Harðarmenn áttu hins vegar seinni hálfleikinn og hári og sigruðu að lokum 40-33. Arnór Logi Hákonarson og Andri Dagur Ófeigsson voru markahæstir Selfyssinga, báðir með 6 mörk. Selfoss-U er í 7. sæti Grill-66 deildarinnar með 14 stig en Hörður er í 8. sæti með 11 stig.

Kvennaliðið lék sinn síðasta leik á þessari leiktíð gegn ÍR á útivelli. Leikurinn var jafn og spennandi en svo fór að lokum að ÍR sigraði með minnsta mun, 24-23. Staðan var 11-11 í hálfleik. Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 8 mörk og Rakel Guðjónsdóttir skoraði 3. Kvennalið Selfoss hafnaði í neðsta sæti Grill-66 deildarinnar með 4 stig, en liðið vann tvo leiki í vetur.

Fyrri greinSelfoss tapaði á Hornafirði
Næsta greinTækjageymsla eyðilagðist í eldsvoða