Aðalvöllurinn á íþróttasvæðinu á Selfossi var sleginn í dag í fyrsta sinn í sumar. Vallarstjóri segir völlinn aldrei hafa litið eins vel út.
„Hann lítur auðvitað fáránlega vel út. Það er apríl og völlurinn er svipaður og hann var um mitt sumarí júní í fyrra,“ sagði Sveinbjörn Másson, vallarstjóri, í samtali við sunnlenska.is.
Í fyrra var völlurinn sleginn í fyrsta sinn þann 30. apríl og var þá í raun ekki tilbúinn. Nú er allt annað að sjá hann en grasið er þétt og fagurgrænt.
Fyrsti leikur Selfyssinga í Pepsi-deild karla er sunnudaginn 6. maí þegar liðið tekur á móti ÍBV.
Völlurinn lítur virkilega vel út nú þegar sextán dagar eru í fyrsta mótsleik. sunnlenska.is/Guðmundur Karl