Selfyssingar áfram taplausir

Ingvi Rafn Óskarsson skoraði í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar eru í 2. sæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu á útivelli í kvöld.

Leikurinn var fjörugur, Afturelding var með undirtökin í fyrri hálfleik en mörkin létu á sér standa. Staðan var 0-0 í hálfleik og sama baráttan hélt áfram í seinni hálfleik.

Á 72. mínútu kom besta færi leiksins þegar heimamenn björguðu á ótrúlegan hátt á línu frá Gary Martin. Selfyssingar fengu hornspyrnu í kjölfarið og upp úr henni skoraði Ingvi Rafn Óskarsson með skoti af stuttu færi. Afturelding sótti í sig veðrið á lokakaflanum og uppskar jöfnunarmark á 88. mínútu.

Selfoss er með 7 stig í 2. sæti, eins og Fylkir sem er í toppsætinu með betra markahlutfall. Grótta og Fjölnir koma þar á eftir með 6 stig.

Fyrri greinMark Írisar dugði ekki til
Næsta greinÆgir heldur áfram hreinu