Selfyssingar bæta í hópinn fyrir lokasprettinn

Susanna Friedrichs í leik með VCU Rams. Ljósmynd/Aðsend

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við varnarmanninn Susanna Friedrichs og gildir samningurinn út leiktíðina 2022.

Friedrichs, sem er 23 ára, er bandarísk með þýskt vegabréf og lék með liði VCU Rams í bandaríska háskólaboltanum en eftir útskrift samdi hún við FC Slovácko í efstu deild í Tékklandi og lék þar á síðustu leiktíð.

„Þetta er leikmaður sem hefur verið að spila stöðu bakvarðar og kantmanns bæði hægra og vinstra megin og það er látið mjög vel af henni, þannig að við erum spennt að fá hana til liðs við okkur á lokasprettinum. Bergrós Ásgeirsdóttir er að fara erlendis að klára sitt nám núna um mánaðamótin og við þurfum að bregðast við því og bæta í hópinn,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss.

Fyrri greinSlys í svartaþoku á Hellisheiði
Næsta greinUnglingalandsmótinu á Selfossi frestað annað árið í röð