Íslandsmeistarar Selfoss eru úr leik í EHF-bikar karla í handbolta eftir 29-31 tap á heimavelli í kvöld gegn HK Malmö frá Svíþjóð.
Malmö vann fyrri leikinn 33-27 og einvígið því samtals með átta marka mun.
Ungu mennirnir vaxa í svona verkefni
„Við getum farið með nokkuð beint bak út úr þessu,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, í samtali við sunnlenska.is eftir leik. Hann var ánægður með leik sinna manna í dag þrátt fyrir tapið.
Kaflaskiptur leikur í kvöld
Selfoss hafði frumkvæðið stærstan hluta fyrri hálfleiks og leiddi með tveimur mörkum í leikhléi, 16-14. Munurinn varð mestur þrjú mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá svöruðu Svíarnir fyrir sig og komust yfir, 20-21, þegar rúmar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Það sem eftir lifði leiks eltu Selfyssingarnir, en þeir náðu aldrei almennilegu áhlaupi á hið sterka lið Malmö.
Þrír leikmenn með samtals 21 mark
Guðni Ingvarsson og Haukur Þrastarson skoruðu 7 mörk fyrir Selfoss, Hergeir Grímsson 7/2 og þeir Alexander Már Egan, Magnús Öder Einarsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Árni Steinn Steinþórsson skoruðu allir 2 mörk.