Selfoss varð í kvöld bikarmeistari 4. flokks karla eldri með því að leggja ÍR örugglega að velli, 28-20, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.
Selfoss tók völdin strax í upphafi og lét forystuna aldrei af hendi en ÍR-liðið sýndi mikla baráttu og gafst aldrei upp. Vörn Selfossliðsins var sterk og leikurinn var sigur liðsheildarinnar þar sem allir leikmenn liðsins áttu gott framlag.
Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins en hann skoraði 14 mörk fyrir Selfoss í leiknum.
Aðrir markaskorarar Selfoss í leiknum voru Daníel Karl Gunnarsson og Gunnar Flosi Grétarsson með 3 mörk, Sölvi Svavarsson, Þorsteinn Freyr Gunnarsson og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu 2 mörk og þeir Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson og Daníel Garðar Antonsson skoruðu sitt markið hvor.
Alexander Hrafnkelsson var frábær í markinu hjá Selfyssingum varði 17 skot og Kári Kristinsson varði 1 skot.