Selfoss varð í dag Símabikarmeistari í 4. flokki karla í handbolta þegar liðið bar sigurorð af Fram, 21-20, í æsispennandi leik.
Leikurinn var jafn framan af en Selfyssingar leiddu í hálfleik, 10-8. Selfoss var skrefi á undan í seinni hálfleik og þegar hann var rúmlega hálfnaður var munurinn orðinn fjögur mörk, 16-12. Framarar létu hins vegar ekki segjast og náðu að minnka muninn í 19-18 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.
Við tóku æsispennandi lokamínútur en Fram minnkaði muninn í 21-20 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Selfyssingar voru hins vegar of bráðir á sér í lokasókninni og misstu boltann þegar 17 sekúndur voru eftir. Fram brunaði í sókn og skoraði í þann mund sem lokaflautan gall en dómararnir sögðu leiktímann útrunninn og Selfyssingar fögnuðu ógurlega.
Þjálfarar Selfossliðsins eru Stefán Árnason og Örn Þrastarson.
Í gær spilaði 4. flokkur kvenna til úrslita gegn HK og tapaði 12-19 þar sem staðan var 2-6 í hálfleik. Í kvöld kl. 20 leikur 3. flokkur kvenna til úrslita gegn Fram.