Selfoss varð í um helgina bikarmeistari í handbolta í 5. flokki karla eldra ári, eftir glæsilegan sigur á Stjörnunni, 19-17, á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 9-9. Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik og sýndu mikinn dugnað á lokakaflanum og tryggðu sér sætan sigur.
5. flokkur kvenna yngra ár komst einnig í bikarúrslitin þar sem þær mættu HK. HK náði frumkvæðinu fljótlega og sigraði að lokum 10-15 þannig að Selfoss fór heim með silfurverðlaunin.