Selfyssingar flugu inn í 16-liða úrslitin

Elvar Orri lætur vaða að marki Hauka í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Haukum í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í bongóblíðu á Selfossvelli í dag.

Elvar Orri Sigurbjörnsson kom Selfyssingum yfir strax á 4. mínútu og Frosti Brynjólfsson tvöfaldaði forskotið gegn sínum gömlu félögum um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það má segja að hlutirnir hafi verið nokkuð þægilegir fyrir Selfyssinga.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Elvar Orri skoraði aftur á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar innsiglaði fyrirliðinn Ívan Breki Sigurðsson 4-0 sigur Selfoss.

Dregið verður í 16-liða úrslitin eftir páska en leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram um miðjan maí.

Fyrri greinForvarnardagur ML og sviðsett slys
Næsta greinHamar/Þór með bakið upp við vegg