Selfoss sigraði Gróttu 37-35 í þriðja leik liðanna í einvíginu um sæti í úrvalsdeild karla í handbolta þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í kvöld.
Staðan´í einvíginu er því 2-1, Selfyssingum í vil, og geta þeir tryggt sér úrvalsdeildarsæti með sigri í Set-höllinni á sunnudagskvöld.
Selfoss skoraði fyrstu þrjú mörkin í kvöld og sá munur hélst fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Þá stigu Selfyssingar á gjöfina og munurinn jókst í fimm mörk en Grótta saxaði forkotið niður í 18-21 fyrir hálfleik. Selfoss hafði frumkvæðið allan seinni hálfleikinn og sigur þeirra var aldrei í hættu.
Hannes Höskuldsson og Tryggvi Sigurberg Traustason voru markahæstir Selfyssinga með 7/1 mörk, Álvaro Mallols skoraði 6, Jason Dagur Þórisson, Valdimar Örn Ingvarsson og Jónas Karl Gunnlaugsson 4, Anton Breki Hjaltason 3 og þeir Elvar Elí Hallgrímsson og Sölvi Svavarsson skoruðu 1 mark hvor.
Alexander Hrafnkelsson varði 15/2 skot og var með 30% markvörslu og Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 1 vítaskot og var með 100% markvörslu.