Selfoss fer í undanúrslitaleikinn í Símabikarkeppni karla í handbolta í Laugardalshöllinni eftir sigur gegn ÍBV 27-23.
Vignir Egill Vigfússon skrifar frá Vallaskóla
Eyjamenn byrjuðu mjög vel, komust í 8-3 en Selfyssingar náðu að jafna og komast yfir fyrir leikhlé, 12-11. Framan af seinni hálfleik var jafnt en í stöðunni 18-18 skildu leiðir, Selfyssingar fjögur mörk í röð og litu ekki um öxl eftir það.
Hörður Másson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hörður Gunnar Bjarnarson skoraði 6, Einar Sverrisson 5, Matthías Örn Halldórsson og Einar Pétur Pétursson 3, Ómar Vignir Helgason 2 og Gunnar Ingi Jónsson 1. Sverrir Andrésson varði 11 skot og var með 33,3% markvörslu og Helgi Hlynsson varði einnig 11 skot og var með 32,3% markvörslu.
Hjá ÍBV var Nemanja Malovic markahæstur með 8 mörk, Andri Heimir Friðriksson skoraði 7, Theodór Sigurbjörnsson 5, Magnús Stefánsson 2 og Grétar Eyþórsson 1.
Leiknum var lýst á sunnlenska.is í boði Sjóvár á Selfossi og í Vestmannaeyjum og má sjá lýsinguna hér að neðan:
LOKATÖLUR 27-23 og Selfyssingar eru komnir í undanúrslit Símakeppni karla í handbolta. Einar Sverrisson skoraði síðasta mark leiksins. Selfyssingar í stúkunni er staðnir á fætur og fagna sínum mönnum. Eyjamenn sitja hins vegar svekktir eftir þennan hörku leik.
58:49 Hörður Másson skorar fyrir Selfoss, en Eyjamenn skorar strax á eftir.
58:22 Grétar Eyþórsson skorar sitt fyrsta mark í leiknum og minnkar muninn.
57:29 Hörður Másson skorar mark af löngu færi og Helgi ver frá Eyjamönnum í kjölfarið, 25-21.
57:04 Magnús Stefánsson fer í gegnum vörn Selfoss og skorar, 24-21.
56:56 Enn og aftur reka dómararnir leikmann af velli. Nú er það Selfyssingurinn Ómar Vignir í annað sinn. Eyjamenn taka leikhlé.
56:04 Fjórar mínútur eftir og staðan enn 24-20. Jafnt í liðinum á ný.
54:06 Helgi Hlynsson ver frá Andra en vítikast er dæmt og Einar Pétur rekinn út af. Eyjamenn skora og minnka muninn.
53:22 Magnús Stefánsson tekur vel á Einar Sverrissyni og rekinn af velli í annað sinn. Magnús lætur Einar heyra það áður en hann gengur af velli. 24-19 og Selfyssingar eiga aukakast.
52:02 Hörður Másson er búinn að spila vel í liði Selfoss í seinni hálfleik. Hann skorar og kemur liðinu í fimm marka forystu, 24-19.
50:46 Ómar Vignir skorar sitt annað mark og kemur heimamönnum 23-19.
49:21 Theodór nær að minnka muninn með góðu marki þegar Eyjamenn eru einum færri, 22-19.
48:41 Magnús Stefánsson rekinn út af í tvær mínútur. Selfyssingar nýta sér liðsmuninn og skora. Einar Sverrisson gerði það, 22-18.
48:08 Helgi Hlynsson er búinn að skella í lás. Selfoss vinnur boltann.
47:41 Selfoss komið með þriggja marka forystu með glæsi marki Harðar. Eyjamönnum gengur lítið í sókninni og vörn Selfyssinga stendur. ÍBV tekur leikhlé.
46:44 Helgi Hlynsson grípur skot frá Nemanja Malovic. Selfyssingar í hraðahlaup þar sem Gunnar Ingi skorar sitt fyrsta mark, 20-18.
45:34 Hörður Másson nær að stela boltanum og Selfyssingar halda í sókn þar sem þeir fá víti eftir að brotið var á Ómari Vigni. Kolbeinn ver hins vegar sitt þriðja víti í leiknum, 19-18.
43:20 Hörður Másson kemur heimamönnum yfir með sínu þriðja marki í leiknum, 19-18.
42:36 Helgi Hlynsson er kominn aftur í mark Selfoss og hann ver sitt annað skot í leiknum, 18-18.
42:01 Kolbeinn Arnarsson kominn aftur í markið og hann ver frá Herði Gunnari.
41:26 Mikill hraði í leiknum og liðin skiptast á að skora. Staðan nú 18-18.
40:03 Einar Sverrisson með sitt þriðja mark í leiknum og kemur Selfyssingum yfir. Nemanja Malovic jafnar í næstu sókn, 17-17.
39:25 Eyjamenn skora glæsilegt sirkusmark. Nemanja Malovic sendir boltann uppí loftið þar sem Theodór tók hann og skoraði.
38:32 Matthías Örn kemur heimamönnum yfir á nýjan leik, 16-15, með góðu skoti. Gríðarlega stemmning í stúkunni og spennan mikil inni á vellinum. Eyjamenn skipta um markmann, Haukur Jónsson kominn inn á.
37:02 Einar Sverrisson skorar og Eyjamenn eru án efa ósáttir við þetta mark. Höndin var komin upp hjá dómurum leiksins og Einar í slæmu færi. Staðan jöfn 15-15.
25:50 Eyjamenn komnir aftur yfir, 14-15, og aftur er það Nemanja Malovic. Þeir urðu þó fyrir áfalli rétt áðan þegar Brynjar Karl þurfti að fara af velli meiddur.
34:30 Eyjamönnum gengur illa í sókninni. Hörður Másson tekur fullhart á einum Eyjamanninum og er rekinn út af. Eyjamenn ná að skora tveimur fleiri. Nemanja Malovic með sitt fimmta mark.
34:04 Selfyssingar ná að skora einum færri. Einar Pétur Pétursson tekur frákasti og skorar eftir skot Einar Sverrissonar, 14-13.
33:10 Selfyssingar voru fimm inni á vellinum á móti sjö Eyjamönnum en þá var einn ÍBV-leikmaður rekinn út af. Það var Theodór og var það í annað sinn í leiknum sem fer út af.
33:05 Tvö mörk Eyjamanna í röð og þeir jafna leikinn, 13-13. Selfyssingar orðnir tveimur færri eftir að Matthíasi Erni og Sigurði Má er vikið af velli í tvær mínútur með stuttu millibili. Selfyssingar í stúkunni ósáttir við þessa dóma.
31:42 Brynjar Karl reynir skot fyrir ÍBV en Sverrir ver. Matthías Örn skorar fyrir Selfoss, 13-11.
30:25 Matthías Örn á fyrsta skotið, en Kolbeinn ver og Eyjamenn fá boltann.
30:00 Selfoss byrjar með boltann í seinni hálfleik.
Liðin eru komin aftur inn á völlinn og seinni hálfleikur hefst senn. Staðan er 12-11 fyrir Selfoss og sæti í undanúrslitum Símabikarsins í boði.
Hörður Gunnar Bjarnarson er markahæstur heimamanna með sex mörk, en Kolbeinn Arnarsson er búinn að verja tvö víti frá honum í marki Eyjamanna. Andri Heimir Friðriksson er markahæstur Eyjamenn með fjögur mörk og Theodór Sigurbjörnsson og Nemanja Malovic hafa skorað þrjú. Sverrir Andrésson hefur varið sjö skot í marki Selfyssinga og Kolbeinn Arnarsson hefur einnig varið sjö skot í marki ÍBV. Þeir hafa báðir spilað vel.
Á fyrstu mínútum leiksins leit út fyrir að Eyjamenn ætluðu að rúlla yfir Selfyssinga og náðu þeir mest fimm marka forystu, 3-8. En Selfyssingar komu til baka og geta að miklu leyti þakkað Sverri Arndréssyni, markverði þeirra, það því hann hefur varið vel síðan hann kom inn á. Bæði lið hafa gert tiltölulega mörg klaufaleg mistök.
LEIKHLÉ Bæði lið fóru illa með góða tækifæri á lokamínútum fyrri hálfleiks. Eyjamenn náðu ekki að jafna leikinn, en sem betur fer fyrir þá varði Kolbeinn Arnarsson víti Harðar Gunnars á lokasekúndu hálfleiksins. Staðan í leikhléi 12-11 fyrir Selfoss.
28:51 Það gengur ekkert hjá Eyjamönnum þessa stundina. Þeir misstu boltann, Selfoss í sókn og fyrrum Selfyssingur, Guðni Ingvarsson, rekinn út af í tvær mínútur.
27:50 Eyjamenn misstu boltann og Selfyssingar skora hinum meginn. Komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum, 12-11.
27:02 Selfyssingar búnir að jafna leikinn, 11-11. Hörður Gunnar með tvö mörk í röð, 6 mörk í heildina.
26:12 Magnús Stefánsson skorar sitt fyrsta mark fyrir Eyjamenn eftir nokkrar markalausar mínútur.
25:27 Einar Sverrisson og Magnús Stefánsson lentu nokkuð harkalega saman. Þeir skilja sáttir og Selfoss fær aukakast. Bóbó apinn hjálpar til við skúringar.
22:57 Selfyssingurinn Matthías Örn skorar sitt fyrir mark í leiknum og minnkar muninn í eitt mark. Eyjamenn skjóta framhjá í næstu sókn. 9-10.
Fjölmargir komnir í stúkuna í íþróttahúsinu í Vallaskóla og láta áhorfendur vel í sér heyra.
22:19 Leikurinn aftur kominn inná hjá Eyjamönnum en hvorugu liðinu tekst að skora. Selfyssingar taka leikhlé. 8-10.
19:26 Kolbeinn Arnarsson varði vítið sem tók Hörður Gunnar, fyrirliði Selfoss, tók. 8-10 fyrir ÍBV.
19:24 Pásan fór vel í gestina og skoruðu þeir strax á eftir. Selfyssingar brunuðu í sókn og fengu víti. Theodór Sigurbjörnsson rekinn út af í tvær mín.
16:08 Eyjamenn taka leikhlé í stöðunni 8-9. Þeir náðu mest fimm marka forystu.
12:30 Eyjamenn full kærulausir og Selfyssingar halda áfram að minnka muninn. Sverrir ver vel í markinu. 6-9 er staðan.
10:00 Sverrir Andrésson sem kom í markið fyrir Helga hefur lokað því og Selfyssingar saxa á forystu Eyjamanna.
07:30 Helga Hlynssyni, sem var tæpur fyrir leikinn, skipt út af í stöðunni 2-7 fyrir ÍBV. Andri Heimir kominn með þrjú mörk fyrir ÍBV.
05:00 Eyjamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust í 2-5 forystu.
01:00 Eyjamenn skora fyrstu tvö mörkin og Theodór Sigurbjörnsson skoraði þau bæði.
19:30 Þá er leikurinn hafinn og illa hefur gengið að tengjast netinu hér í Vallaskóla þar sem engin tenging er í íþróttahúsinu.
17:57 Hárgreiðslu- og lífsstílsfrömuðurinn Gústaf Lilliendahl leikur ekki með Selfyssingum í kvöld. Hann er „bikarbundinn“ eftir að hafa leikið með Fylki í keppninni fyrr í vetur.
17:56 Það er morgunljóst að það verður 1. deildarlið í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin, Selfoss eða ÍBV. Stjarnan er komin í pottinn eftir sigur á Þrótti á mánudagskvöld en í kvöld mætast Akureyri og FH annars vegar og ÍR og Haukar hins vegar.
17:54 Nú er rúmur einn og hálfur tími til leiks og spennan magnast. Leikurinn hefst kl. 19:30.