Selfyssingar lágu gegn KV

Selfoss tapaði 2-0 gegn Knattspyrnufélagi Vesturbæjar þegar liðin mættust í Egilshöllinni í kvöld í Lengjubikar karla.

KV komst yfir á 19. mínútu með marki úr skyndisókn og leiddi 1-0 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik varð Einar Ottó Antonsson, fyrirliði Selfoss, fyrir því óláni að setja knöttinn klaufalega í eigið net. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur því 2-0.

Þetta var fyrsti sigur KV í riðlinum en liðið er með 4 stig í 5. sæti á meðan Selfoss er með 6 stig í 3. sæti.

Fyrri greinÞórsarar strönduðu á lokamínútunum
Næsta greinStarfshópur ræðir við landeigendur um gjaldtöku