Ungmennalið Selfoss tapaði naumlega fyrir Fjölni í Grill 66 deild karla í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í dag.
Fjölnir skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins en Selfoss-U tókst að jafna 6-6. Eftir það var Fjölnir skrefinu á undan og leiddi með 1-2 mörkum.
Staðan var 12-14 í hálfleik en Fjölnir náði þriggja marka forystu snemma í seinni hálfleik og leiddi mest allan hálfleikinn með tveggja marka mun. Selfoss-U náði að minnka bilið í eitt mark á lokakaflanum en nær komust þeir ekki, lokatölur 28-29.
Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Sölvi Svavarsson skoraði 5, Sigurður Snær Sigurjónsson og Gunnar Flosi Grétarsson 4, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson og Tryggvi Sigurberg Traustason 2 og Vilhelm Freyr Steindórsson 1.
Selfoss-U er í 5. sæti deildarinnar með 18 stig en Fjölnir er í 2. sæti með 26 stig.