Karlalið Selfoss í knattspyrnu hefur samið við miðvörðinn Bjarka Aðalsteinsson um að leika með liðinu í 1. deildinni í sumar.
Bjarki, sem er 23 ára gamall, lék með Selfyssingum í fyrrasumar og var þá lánsmaður frá Breiðabliki en hann er uppalinn hjá Kópavogsliðinu. Bjarki lék fjórtán deildarleiki með Selfoss í fyrra frá maí fram í ágúst en hann er í námi í James Madison háskólanum í Virginíufylki í Bandaríkjunum.
Hann er væntanlegur til landsins í apríl og mun leika með Selfyssingum fram í ágúst áður en þá fer hann aftur til Bandaríkjanna.