Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið til tveggja ára við norsku varnarmennina Endre Ove Brenne og Ivar Skjerve sem léku með liðinu í 1. deildinni í sumar.
Brenne gekk til liðs við Selfoss í vor og reyndist liðinu mikill happafengur. Þessi fjölhæfi varnarmaður getur leyst allar stöður í vörninni auk þess að leika á miðjunni. Hann spilaði alla leiki Selfoss í 1. deildinni í sumar og skoraði 1 mark.
Skjerve kom til Selfyssinga í júlíglugganum frá varaliði Rosenborg og stimplaði sig strax inn í liðið. Hann var traustur í vörninni þar sem hann spilaði tíu leiki á lokakafla keppnistímabilsins.