Selfyssingar sigruðu á Partille Cup

Selfoss strákar fæddir 1997 sigruðu í dag í flokki 16 ára á Partille Cup, stærsta handboltamóti sem haldið er fyrir yngri leikmenn í heiminum ár hvert.

Strákarnir unnu franska liðið US Creteil 15-12 í úrslitaleik í Skandinavium höllinni í Gautaborg í Svíþjóð eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8-8.

Selfyssingar unnu alla sína leiki í mótinu sem hófst á þriðjudaginn en samtals 87 lið hófu keppni í þessum flokki.

Lið Selfoss er núverandi Íslands- og bikarmeistari í sínum aldursflokki.

Fyrri greinHégómafullur hnuplari
Næsta grein„Finnst að áhorfendurnir ættu að fá verðlaun“