Selfyssingar sigu afturúr í seinni hálfleik

Follie Bogan. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði 86-107 þegar liðið fékk Ármann í heimsókn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan var 50-52 í hálfleik, Ármanni í vil. Gestirnir voru hins vegar mun sterkari í seinni hálfleiknum, þeir juku forskot sitt jafnt og þétt og sigruðu að lokum með 21 stig mun.

Follie Bogan var stiga- og framlagshæstur Selfyssinga með 28 stig og 13 fráköst.

Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 11. sæti með 10 stig en Ármann er í 2. sæti með 26 stig.

Selfoss-Ármann 86-107 (23-22, 27-30, 15-28, 21-27)
Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 28/13 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 11, Vojtéch Novák 10/7 stoðsendingar, Tristan Máni Morthens 9, Gísli Steinn Hjaltason 8, Ari Hrannar Bjarmason 6/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 5, Birkir Máni Sigurðarson 4, Arnór Bjarki Eyþórsson 3/9 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2.

Fyrri greinBanaslys í Vík
Næsta greinRosalegur sigur eftir framlengdan leik