Selfyssingar söltuðu Hamarsmenn

Terrence Motley skoraði 20 stig fyrir Selfoss í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann Hamar örugglega í leik tvö í einvígi liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta í Gjánni á Selfossi í kvöld,

Staðan í einvíginu er 1-1 og liðin mætast næst í Hveragerði á mánudagskvöld.

Hamar leiddi 17-21 eftir 1. leikhluta en Selfyssingar fóru á kostum í 2. leikhluta og komust yfir. Staðan í hálfleik var 44-38 í hálfleik.

Selfoss var sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en Hamar fylgdi þeim eins og skugginn. Munurinn var 11 stig þegar 4. leikhluti var hálfnaður en Selfyssingar kláruðu leikinn af miklum krafti og sigruðu með tuttugu stiga mun, 97-77.

Kennedy Aigbogun var sterkastur í liði Selfoss með 25 stig og 9 fráköst og Terrence Motley átti sömuleiðis mjög góðan leik með 20 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Hamri var Pálmi Geir Jónsson bestur, hann skoraði 18 stig og tók 11 fráköst.

Tölfræði Selfoss: Kennedy Aigbogun 25/9 fráköst/5 stolnir, Arnór Bjarki Eyþórsson 22, Terrence Motley 20/11 fráköst/7 stoðsendingar, Kristijan Vladovic 13/4 fráköst/12 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 7, Sveinn Búi Birgisson 6/11 fráköst, Gunnar Steinþórsson 2, Owen Scott Young 2.

Tölfræði Hamars: Pálmi Geir Jónsson 18/11 fráköst, Ruud Lutterman 16, Ragnar Jósef Ragnarsson 16/5 stolnir, Jose Aldana 10/11 stoðsendingar, Steinar Snær Guðmundsson 7, Óli Gunnar Gestsson 5/6 fráköst, Maciek Klimaszewski 5.

Fyrri greinSóknir Selfoss skiluðu ekki árangri
Næsta greinDagný (ekki) með þrennu í stórsigri Hamars