Um helgina fór fram fyrsta bikarmót Taekwondosambands Íslands þennan veturinn í íþróttahúsi Seljaskóla og sendi taekwondodeild Umf. Selfoss keppendur til leiks í bæði form og bardaga.
Á laugardag var keppt í formum og þar náðu Selfyssingarnir góðum árangri. Úlfur Darri Sigurðsson varð í 1. sæti og Veigar Elí Ölversson í 2. sæti í Cadet B flokki karla og Laufey Ragnarsdóttir var í öðru sæti í Cadet B flokki kvenna. Úlfur Darri og Laufey urðu síðan í 1. sæti í para Cadet B flokki og Úlfur, Laufey og Veigar tóku einnig gullið í hópa Cadet B flokki.
Á sunnudeginum var keppt í bardaga og þar mættust Veigar Elí og Úlfur Darri í úrslitum í -49 kg cadet A flokki karla. Veigar Elí sigraði og tók gullið en Úlfur Darri hlaut silfurverðlaun
Haraldur Aron Örvarsson varð í 2. sæti í -53 kg cadet B flokki og Arnar Breki Jónsson varð í 3. sæti í -73 kg junior flokki karla. Þá varð Máni Scheving Riley í 3. sæti í -63 kg junior flokki karla.



