Selfyssingar sterkir á lokakaflanum

Reynir Freyr Sveinsson stóð sig vel í leiknum í kvöld og skoraði 3 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Selfoss unnu öruggan sigur á Fram í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld, 30-24.

Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik, Selfoss byrjaði vel en varð síðan fyrir áfalli eftir tíu mínútna leik þegar Árni Steinn Steinþórsson fór meiddur af velli. Þetta riðlaði leik Selfyssinga talsvert en smátt og smátt fundu þeir sitt besta form og kláruðu leikinn sannfærandi í seinni hálfleik. Staðan var 17-15 í leikhléi.

Hauk­ur Þrast­ar­son var marka­hæst­ur Sel­fyss­inga með 8/​4 mörk en hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Her­geir Gríms­son skoraði 5/​1 og var frábær í vörn og sókn og duglegur að finna Atla Ævar Ing­ólfs­son á línunni en hann skoraði einnig 5 mörk. Reynir Freyr Sveinsson átti frábæra innkomu og skoraði 3 mörk, eins og Magnús Öder Einarsson. Alexander Egan skoraði 2 mörk og þeir Guðni Ingvarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Daníel Karl Gunnarsson og Tryggvi Þórisson skoruðu allir 1 mark.

Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son varði 10 skot í marki Sel­foss.

Sel­fossi er áfram í 4. sæti deild­ar­inn­ar, nú með 13 stig en Fram er í 9. sæti með 7 stig.

Fyrri greinViktor Pétur sýnir grasagrafíkverk á Stokkseyri
Næsta greinGul viðvörun: Snarpar hviður undir Eyjafjöllum