Selfyssingar unnu héraðsmótið í sundi

Hluti af sigurliði Selfoss, ásamt Magnúsi Tryggvasyni þjálfara. Ljósmynd/Laufey Sif Lárusdóttir

Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 25. maí sl. og mættu keppendur frá þremur aðildarfélögum HSK til leiks.

Keppt var í tólf greinum á mótinu og unnu Selfyssingar sjö HSK meistaratitla og keppendur frá Hamri unnu fimm titla.

Stigahæsti keppandi mótsins í karlaflokki var Arnór Karlsson frá Selfossi með 21 stig og í kvennaflokki urðu jafnar með 21 stig þær Hafrún Kemp Helgadóttir, Hamri og Karítas Líf Róbertsdóttir, Selfossi.

Stigahæsta félag mótsins var Umf. Selfoss með 74 stig, Hamar fékk 21 stig og Suðri 16 stig.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.hsk.is

Arnór Karlsson stigahæsti sundmaður mótsins. Ljósmynd/Laufey Sif Lárusdóttir
Karítas Líf Róbertsdóttir og Hafrún Kemp Helgadóttir, stigahæstu sundkonur mótsins. Ljósmynd/Laufey Sif Lárusdóttir
Fyrri greinBjörn Jóel maður mótsins
Næsta greinJúdókrakkar frá Selfossi í Svíþjóð