Ungmennalið Selfoss vann í dag góðan sigur á ungmennaliði Aftureldingar í Grill66 deild karla í handbolta í dag, 27-34.
Selfyssingarnir höfðu undirtökin allan leikinn og juku forskot sitt smátt og smátt. Staðan í hálfleik var 13-17 en Selfoss náði fljótlega sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í hættu.
Alexander Egan og Vilhelm Freyr Steindórsson voru markahæstir Selfyssinga með 7 mörk, Sölvi Svavarsson skoraði 6 mörk, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4/1, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 2 og Elvar Elí Hallgrímsson 1.
Markverðir Selfoss voru í miklu stuði í dag, Alexander Hrafnkelsson varði 19 skot og var með 43% markvörslu og Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 3 skot og var með 60% markvörslu.
Selfoss-U í 4. sæti deildarinnar með 20 stig en Afturelding-U er í 8. sæti með 9 stig.