Selfyssingarnir allir á verðlaunapalli

Laufey, Veigar og Loftur ásamt þjálfara sínum, Daníel Jens Péturssyni. Ljósmynd/Aðsend

Taekwondodeild Selfoss átti þrjá keppendur á Íslandsmóti TKÍ í formum sem haldið var í Kópavogi í gær. Skemmst er frá því að segja að þau enduðu öll á palli og var Umf. Selfoss í 3. sæti í heildarstigakeppni mótsins.

Veigar Elí Ölversson vann til gullverðlauna í einstaklings flokki Cadet B karla.

Laufey Ragnarsdóttir vann til bronsverðlauna í einstaklings flokki Cadet B kvenna.

Veigar og Laufey unnu svo til gullverðlauna í para formum í sama aldursflokki.

Veigar, Laufey og Loftur Guðmundsson unnu svo einnig til gullverðlauna í hópa formum í Cadet B.

Veigar, Loftur og Laufey á palli. Ljósmynd/Aðsend

 

Fyrri greinSelfoss hirti stigin í Suðurlandsslagnum
Næsta greinVeittist að lögreglumönnum